Sívaliturn

Sívaliturn er sívalur turn, sem stendur við Købmagergade (áður Kjødmangergade) í miðborg Kaupmannahafnar í Danmörku. Turninn var byggður sem stjörnuathugunarstöð í stjórnartíð Kristjáns IV, á árunum 1637 til 1642 ásamt Þrenningarkirkjunni og fyrsta háskólabókasafninu. Upp turninn liggur, í stað tröppugangs, breiður vegur, 209 metrar að lengd sem fer sjö og hálfan hring um turninn þar til komið er á toppinn.

Í dag er turninn vinsæll viðkomustaður ferðamanna og vettvangur fyrir ýmsar uppákomur, tónleika og fleira.

Bygging turnsins

Heimildir sýna að konungurinn, Kristján IV, hefur tryggt sér landareignina þar sem turninn og Þrenningarkirkjan stendur nú, þegar árið 1622. Árið 1635 var farið að huga að byggingu og stjörnufræðingur konungs Christian Longomontanus stakk þá upp á byggingu stjörnuathugunarstöðvar. Hollendingar höfðu byggt slíkan turn við háskólann 1633 og Kristjáni hefur eflaust verið umhugað um að taka áfram upp þráðinn í stjörnuathugunum eftir Tycho Brahe og Úraníuborg. Auk þess nýttust slíkar rannsóknir beint við sjóferðir, þar sem siglt var eftir stjörnunum um nætur, og ekkert skorti á áhuga konungs á því sviði. Ákveðið var að turninn skyldi byggður í tengslum við Þrenningarkirkjuna og fyrsta háskólabókasafnið.

Byggingameistari fyrir alla bygginguna var valinn Hans van Steenwinkel yngri, sonur hins konunglega byggingameistara. Hann lést í miðju verki árið 1639 og við tók Hollendingurinn Leenart Blasius. Byggingarefnið í grunninn kom úr virkisveggnum og múrsteinar frá Hollandi. Hornsteinn turnsins var lagður 7. júlí 1637. Byggingin tafðist oft sökum peningaleysis. Árið 1640 var hafist handa við að innrétta toppinn sem stjörnuathugunarstöð. Hönnunin byggðist á Úraníuborg Brahes á Hveðn.

Byggingu turnsins lauk árið 1642, en byggingu kirkjunnar fyrst árið 1656 og háskólabókasafnsins árið 1657. Vegurinn sem liggur upp turninn hefur líklega verið byggður af hagnýtissjónarmiði, til að hægara væri að koma upp þungum stjörnuskoðunartækjum og flytja hluti sem áttu að enda á háskólabókasafninu, sem tengdist turninum. Sú saga að Kristján IV hafi viljað geta farið upp í turninn í hestvagni á því líklega ekki við rök að styðjast, en ekki er vitað einu sinni hvort hann kom nokkurn tíma þangað upp. Efst í turninum er lítið líkan af sólkerfinu sem Ole Rømer mun hafa smíðað er hann dvaldi í París.

Stjörnuathugunarstöðin

1685 var stjörnufræðingurinn Ole Rømer, gerður að yfirmanni stjörnuathugunarstöðvarinnar. Eftir lát hans 1710 tók nemandi hans, Peder Horrebow, við og síðar Christian Horrebow. Stöðin átti sitt síðasta blómaskeið undir stjórn Thomas Bugge 1777 til 1815 en fljótlega varð ljóst að hún hentaði ekki lengur hlutverki sínu og 1861 var ný stjörnuathugunarstöð opnuð á Øster Vold og öll tækin flutt þangað. 1927 var svo ný stjörnuathugunarstöð opnuð í turninum á vegum borgarinnar, sem þá hafði tekið við rekstri turnsins, í þetta sinn fyrir áhugamenn.

Áletrun á turninum

Efst á framhlið turnsins er áletrun sem er nokkurskonar myndagáta, hönnuð af Kristjáni IV sjálfum.

Hún er þannig:

DOCTRINAMET - (mynd af sverði) - DIRIGE - (heberskt letur sem stendur fyrir Guð: HWHJ) - IN - (mynd af rauðu hjarta) - (kóróna) - 16 (stórt C (með 4 í miðju C-sins)) 42.

Þetta stendur fyrir:

Hin rétta kennisetning (DOCTRINAM) og (ET) réttlætið (sverðið) leiði (DIRIGE) Guð (HWHJ) í (IN) hjartað (myndin af rauða hjartanu) - á hinum krýnda (kórónan) - 16 (stórt C (með 4 í miðju C-sins)) 42 (þ.e. Kristján IV), 1642 (árið sem turninn var fullbyggður).

eða: Hinn rétta kennisetning og réttlætið leiði Guð í hjartað á hinum krýnda Kristjáni 4, árið 1642.

Tenglar

Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:
Skráð í eftirfarandi flokka:
Skrifa athugasemd
Ráð og ábendingar
Svein-Magne Tunli
26 April 2016
This is easy to climb as there are no steps until the very top where you have a great view of the entire city and Sweden across the water on a clear day
Natalie Sheldon
8 December 2016
Nice tower with an interesting gallery inside at the moment. Really good view from the top. Look for the small hole in the wall to find a glass bottom and see all the way down.
Ron Brevstgaard
5 July 2012
Europe's oldest functioning observatory. There has been looked at stars since 1642 from this place. It's a long walk up but if no clouds, a great place to look around. ("360 degree view").
Aja Brandman
4 September 2019
Great place to visit one of your first days in Copenhagen because you get a nice view from the top. Also very nice walk up the spiral tower with many historical notes and a small exhibition.
Shannon Coulson
13 March 2019
Built in the 17th-century it began life as and continues to serve as an astronomical observatory. More recently, it has become a historical monument and observation tower.
Shaun Weston
7 January 2019
Fun for a sunny day, simply because you'll see more when you wearily reach the top. Be wary of children running down as you're on your way up. Some of them are chubby and unstoppable.

Hótel nálægt

Sjá öll hótel Sjá allt
Radisson Collection Royal Hotel, Copenhagen

frá $408

The Square

frá $377

The Square

frá $0

Ascot Apartments

frá $247

Hotel Alexandra

frá $244

Hotel Alexandra

frá $291

Mælt er með markið nágrenninu

Sjá allt Sjá allt
Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Þrenningarkirkjan

Þrenningarkirkjan í Kaupmannahöfn

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Museum Erotica

Museum Erotica was a sex museum in Copenhagen, Denmark, located just

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Church of Our Lady (Copenhagen)

The Church of Our Lady (Danish: Vor Frue Kirke) is the cathedral of

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Stork Fountain

The Stork Fountain is located on Amagertorv in central Copenhagen,

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
The Caritas Well

The Caritas Well (Danish: Caritasbrønden) is the oldest fountain in

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Rosenborg Castle Gardens

Rosenborg Castle Gardens (Danish: Kongens Have literally The King's

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Rósenborgarhöll

Rósenborgarhöll er lítill kastali í endurreisnarstíl í miðborg Kaupma

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Worker's Museum (Copenhagen)

The Worker's museum or Arbejdermuseet is a museum in Copenhagen. The

Svipaðir ferðamannastaðir

Sjá allt Sjá allt
Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Eiffelturninn

Eiffelturninn er turn úr járni á Champ de Mars París á vinstri bakk

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Asansör

Asansör (Turkish for 'elevator', derived from the French word

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Wasserturm Luzern

卢塞恩水塔(Wasserturm)位于瑞士卢塞恩卡贝尔桥的中间,曾是该市中世纪城墙的一部分,现在是该市的地标。

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Kärnan

Kärnan (Swedish pronunciation: ]; Danish: Kernen, both literally

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Tokyo Skytree

is a broadcasting, restaurant, and observation tower in Sumida, Tokyo,

Sjáðu alla svipaða staði