Römerberg

Römerberg er ráðhústorgið og aðaltorgið í miðborg Frankfurt am Main. Þar standa gamlar byggingar eins og ráðhúsið (Römer) og Nikulásarkirkjan.

Torgið

Ráðhústorgið myndaðist strax í upphafi byggðar í Frankfurt. Þar var haldinn markaður áður fyrr. Torgið skiptst í tvennt: Aðaltorgið og Laugardagstorgið. Gyðingar máttu venjulega ekki ganga á aðaltorginu, aðeins þegar stórsýningar voru í gangi. Þeir urðu að halda sig á Laugardagstorginu. Þar var mönnum refsað og haldnar aftökur, en aðeins á laugardögum. Þaðan kemur heitið. Á torginu er brunnur og stytta af rómversku gyðjunni Mínervu. Í kringum hana var áður fyrr haldin heiðin hátíð, Walpurgisnacht, þann 1. maí ár hvert. Í kringum allt torgið risu fögur verslunarhús. Ráðhúsið Römer var ekki reist fyrr en á 15. öld. Á torginu fóru fram hátíðir og skrúðgöngur í tengslum við konungskjör og krýningar sem fram fóru í hinni nálægu Bartólómeusarkirkju. 1963 hélt John F. Kennedy þar ræðu fyrir framan 150 þús manns. Á seinni tímum fara gjarnan fram heiðranir íþróttamanna á torginu, til dæmis er Þjóðverjar urðu heimsmeistarar og Evrópumeistarar í knattspyrnu, og á það bæði við um karlaliðið og kvennaliðið. Þar er einnig haldinn árlegur jólamarkaður í aðventunni. Öll gömlu húsin gjöreyðilögðust í loftárásum heimstyrjaldarinnar síðari. Þau hús sem nú standa eru öll endurreist og nýleg. Við endurreisn þeirra var reynt að viðhalda útlitinu eins og þau birtust á gömlum myndum.

Römer

Við suðurenda ráðhústorgsins stendur hið mikla ráðhús borgarinnar. Það heitir Römer (Rómverji) og er ein af einkennisbyggingum borgarinnar. Elstu hlutar hússins voru reistir 1405-1407. Með tilkomu hússins var konungskjörið fært úr Bartólómeusarkirkjunni í ráðhúsið. Mýmargir konungar þýska ríkisins voru kjörnir af kjörfustunum í ráðhúsinu en krýningin fór eftir sem áður fram í borginni Aachen en færðist svo yfir í Bartólómeusarkirkjuna á 17. öld. Á 17. öld voru keisararnir kjörnir beint, án þess að hafa verið kjörnir konungar fyrst. Síðasta keisarakjörið í húsinu fór fram 1792 en eftir það var þýska ríkið lagt niður. Yfirleitt var haldin mikil veisla í ráðhúsinu eftir hvert kjör. Bæði kjörið og veislan fóru fram í Keisarasalnum svokallaða en það er íburðarmikill salur í ráðhúsinu. Í þeim sal héldu keisararnir oft ríkisþing. Í loftárásum 1944 nær gjöreyðilagðist ráðhúsið og brann út. Endurreisn ráðhússins hófst 1947 og stóð til 1955. Það var forseti Þýskalands, Theodor Heuss, sem vígði húsin á ný.

Gamla Nikulásarkirkjan

Nikulásarkirkjan stendur við austurenda Römerberg. Hún var reist á 13. öld í mjög óvenjulegu formi. Turninn er 48 metra hár og er átthyrndur. Hún brann út í loftárásum 1944 og var endurreist. Í henni eru því ekki mörg gömul listaverk.

Sögusafnið

Strax við hliðina á Nikulásarkirkjunni við austurenda Römerberg er sögusafnið Historisches Museum. Það var stofnað 1878 með það fyrir augum að halda við sögu Frankfurts í aðgengilegu formi. Sökum plássleysis var safnið hins vegar víða um borg. Mörg fögur listaverk voru geymd í stærri söfnum í Þýskalandi. Í loftárásum 1944 eyðilagðist nær allt safnahúsið. Margir munanna í öðrum húsakynnum sluppu hins vegar við skemmdir. Viðgerðir drógust á langinn og lauk þeim ekki fyrr en 1972. Nokkrar fastar sýiningar eru í húsinu og tengjast þær allar sögu borgarinnar, sérstaklega keisarasögu og kirkjusögu. Nokkur borgarmódel eru í safninu og málverk, auk annarra hluta. Við innganginn er stór rauð steinstytta af Karlamagnúsi.

Heimildir

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Römerberg (Frankfurt)“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt febrúar 2010.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Römer (Frankfurt)“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt febrúar 2010.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Alte Nikolaikirche“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt febrúar 2010.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Historisches Museum Frankfurt“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt febrúar 2010.
Skráð í eftirfarandi flokka:
Skrifa athugasemd
Ráð og ábendingar
Wagner Leite
28 October 2015
It's a great square in Frankfurt! Beautiful place and has a many visitors!
Katja M.
19 March 2014
In warm sunny weather take a seat and enjoy the view of beautiful old town' square.
Nouf Q.
12 January 2019
Has one of the best Christmas markets in Europe very enjoyable, make sure to visit before the 22nd of December cause it closes and everything is removed
Nm
30 November 2019
Top attraction at Frankfurt & A must to see .. Photogenic small houses !! Definitely the most beautiful square in the city ..
Marcel Schöne
15 August 2018
Eine Wunderschöne Altstadt mit viel Flair. Auch kulinarisch ist für jeden etwas zu finden. Kultige Restaurants und Gaststätten lassen kaum Wünsche übrig. Bestimmt nicht mein letzter Besuch hier.
Meltem K
28 May 2018
Es ist schön und historisch; auch einen Spaziergang wert da man vieles um drum auch sehen kann ;)
8.8/10
19,233 fólk hefur verið hér
Kortið
Römerberg 1, 60311 Frankfurt am Main, Þýskaland Fá leiðbeiningar
Mon-Sun 24 Hours

Römerberg um Foursquare

Römerberg um Facebook

Hótel nálægt

Sjá öll hótel Sjá allt
The Westin Grand Frankfurt

frá $303

Jumeirah Frankfurt

frá $429

NH Collection Frankfurt City

frá $374

LiV?iN Residence Frankfurt-Bleichstraße

frá $291

Favored Hotel Scala

frá $69

Expo Hotel

frá $145

Mælt er með markið nágrenninu

Sjá allt Sjá allt
Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Historical museum, Frankfurt

The Historical Museum (German: Historisches Museum) in Frankfurt am

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Bartólómeusarkirkjan í Frankfurt

Bartólómeusarkirkjan í Frankfurt er keisarakirkjan í borginni. Í henn

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Goethe House

The Goethe House in the old town of Frankfurt am Main was the family

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Museum für angewandte Kunst

The Museum of Applied Arts or just MAK, a short version of its German

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Commerzbank-Tower

Commerzbank-Tower er skýjakljúfur í Frankfurt am Main sem er 259 m að

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Main Tower

Main Tower er skýjakljúfur í Frankfurt am Main sem er 200 m að hæð

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Frankfurter Engel

Frankfurter Engel is a memorial in the city of Frankfurt am Main in

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Alte Oper

The original opera house in Frankfurt is now the Alte Oper (Old

Svipaðir ferðamannastaðir

Sjá allt Sjá allt
Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Uçhisar Kalesi

Uçhisar Kalesi er ferðamannastað, einn af Áhugaverðar borgir árið

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Riomaggiore

Riomaggiore (Rimazùu in the local Ligurian language) is a village and

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Cinque Terre

The Cinque Terre (Шаблон:IPA-it) is a rugged portion of coast on the I

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Fethiye

Fethiye is a city and district of Muğla Province in the Aegean region

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Oaxaca, Oaxaca

The city of Oaxaca (formally: Oaxaca de Juárez, in honor of

Sjáðu alla svipaða staði