Rockall

Rockall (eða Rockalldrangur) er lítil óbyggð klettaeyja í Norður-Atlantshafi um það bil 460 kílómetra vestur af Skotlandi. Kletturinn er leifar útkulnaðs neðansjávareldfjalls. Rockall er sömuleiðis nafn á einu af spásvæðum sjóveðurspár BBC.

Eyjan er 27 metrar í þvermál og rís 23 metra úr sjó. Heildarflatarmál hennar er u.þ.b. 570 m². Eina varanlega lífið á klettinum eru ýmis sjávarlindýr sem festa sig við hann. Sjófuglar á borð við ritur, súlur, fýla og langvíur nota hann til hvíldar á sumrin en verpa sjaldan þar. Engin ferskvatnsuppspretta er á eynni.

Rockall fellur innan efnahagslögsögu Bretlands og Bretar vildu lengi vel nota klettinn sem viðmiðunarpunkt og reikna 200 mílna efnahagslögsögu út frá honum. Þeir gáfu þá kröfu hinsvegar upp á bátinn þegar þeir samþykktu Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna 1997 en sáttmálinn kveður á um að ekki sé unnt að nota óbyggileg sker sem viðmiðunarpunkta.

Þó að ekki sé deilt um yfirráð yfir eyjunni sem slíkri þá er deilt um hver eigi landgrunnsréttindi á svæðinu vestur af Rockall. Slík réttindi veita ríkjum einkarétt á nýtingu auðlinda sem hugsanlega finnast á eða undir sjávarbotninum, talið er mögulegt að þar leynist olía eða gas. Írland, Bretland, Danmörk (fyrir hönd Færeyja) og Ísland gera öll kröfu til þessara réttinda. Ríkin hafa frest fram að maí 2009 til þess að ná samkomulagi um skiptingu landgrunnsins og leggja það fyrir landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna.

Tengt efni

  • Kolbeinsey

Tenglar

Skráð í eftirfarandi flokka:
Skrifa athugasemd
Ráð og ábendingar
Það eru engar ráð né vísbendingar um Rockall enn. Kannski að þú verðir sá fyrsti sem birtir gagnlegar upplýsingar fyrir samferðamenn?:)

Hótel nálægt

Sjá öll hótel Sjá allt
Skeabost House Hotel

frá $440

The Royal Hotel

frá $276

Coolin View

frá $156

Royal Hotel

frá $168

Atholl Guest House

frá $155

B&B Ronan House

frá $114

Svipaðir ferðamannastaðir

Sjá allt Sjá allt
Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Urup

Urup (русский. Уру́п; Japanese 得撫島; Uruppu) is one of the Kuril Isla

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Fidra

Fidra (archaically Fidrey) is an uninhabited island in the Firth of

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Linosa

Linosa (Sicilian: Linusa) is one of the Pelagie Islands in the Sicily

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Shiashkotan

Shiashkotan (русский. Шиашкотан) is an island of the Kurils. It is f

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Farallon de Pajaros

Farallon de Pajaros (from Spanish Farallón de los pájaros, meaning B

Sjáðu alla svipaða staði