Rínarfossarnir

Rínarfossarnir (þýska: Rheinfall, svissneskþýska: Rhyfall) eru meðal mestu fossa Evrópu. Þeir eru í Rínarfljóti og mynda landamærin milli kantónanna Schaffhausen og Zürich í Sviss.

Lega og lýsing

Rínarfossanir eru í Rínarfljóti rétt sunnan við svissnesku borgina Schaffhausen, innan við bæjarmörkin á Neuhausen am Rheinfall, milli Bodenvatns og Basel. Breidd fossanna eru 150 metrar og fallhæðin samtals 23 metrar. Vatnsmagnið sem steypist niður er að meðaltali 373 m3/sek, en getur orðið miklu meira í flóðum. Metið mældist árið 1965, en þá mældist vatnsmagnið 1250 m3/sek. Rínarfossanir eru því vatnsmestu fossar Evrópu. Til samanburðar er Dettifoss með 363 m3/sek en er miklu aflmeiri sökum meiri hæðar. Rínarfossarnir mynduðust í síðasta jökulskeiði ísaldar, er Rín breytti um farveg sökum jökuls. Talið er fossarnir í núverandi mynd hafi myndast fyrir um 14-17 þúsund árum.

Nýting

Í upphafi 19. aldar fékk Johann Georg Neher virkjunarrétt í fossunum. Hann reisti litla aflstöð sem knúði litla verksmiðju. 1889 var rafmagnið notað fyrir fyrsta álver Evrópu. 1947 var aflstöðin stækkuð og notar hún um 25 m3/sek af vatnsmagninu í fossunum. Þetta samsvarar til 4,4 megavöttum. Nokkrum km ofar í Rín er önnur virkjun sem framleiðir 25,5 megavött. Strax árið 1887 var sótt um að fá að reisa stærra raforkuver, sem myndi nýta sér nær allt vatnsmagnið úr fossunum og framleiða 75 megavött. Umsókninni var hafnað, sem og allar síðari hugmyndir um nýting vatnsins. Öll áformin hefðu í för með sér gríðarlega umbreytingu á landslaginu. Til samanburðar má geta þess að Dettifoss gæfi af sér 85 megavött. Einnig hafa verið uppi hugmyndir um að smíða skipastiga við hliðina á fossunum. Síðast höfnuðu íbúar kantónanna Schaffhausen og Zürich slíkum hugmyndum í atkvæðagreiðslu árið 1954.

Ferðamál

Rínarfossanir eru gríðarlega vinsælir og eru sóttir af hundruðum þúsunda ferðamanna árlega. Fossarnir eru aðgengilegir beggja vegna Rínar. Gestamiðstöðin er Schaffhausen-megin við fossana. Búið er að reisa göngubrú (og járnbrautarbrú) rétt ofan við fossinn, þannig að hægt er að sjá niður í fossana. Tveir kastalar eru hvor sínum megin við ána. Schaffhausen-megin er Schlössli Wörth en Zürich-megin er kastalinn Laufen á hæð og gnæfir kastalinn yfir fossana og svæðið. Wörth var reist á 12. öld og þjónar í dag sem veitingahús. Laufen var reist á 9. öld og er í eigu kantónunnar Zürich í dag. Boðið er upp á bátsferðir í miðklettinn (milli fossanna), þar sem ferðamenn geta prílað upp nokkrar tröppur og staðið milli beljandi vatnsflaumanna. Einnig er boðið upp á bátsferðir milli beggja bakkanna fyrir neðan fossana, þannig að hægt er að fara í gönguferð hringum í kringum alla fossana. Þeir eru lýstir upp eftir að skyggja tekur.

Annað markvert

Fossarnir eru ófærir öllum skipum og bátum. Hins vegar reyna ofurhugar stundum að komast niður fossana á sportbátum (kajak). Slíkt er með öllu óheimilt og er refsivert athæfi. Engu að síður birtast á netinu myndir af hinni og þessari svaðilför niður fossana.

Rínarfossarnir eru einnig ófærir öllum fiskum, nema álnum. Honum hefur tekist að komast upp fossana með því að skríða á grasinu og grjótinu meðfram fossunum á uppleið.

Heimildir

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Rheinfall“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt júní 2011.
Skráð í eftirfarandi flokka:
Skrifa athugasemd
Ráð og ábendingar
Jason Baughman-Oprică
23 March 2016
One of the largest waterfalls in Europe. 5 SFR entry. The way they've built the viewing platforms lets you feel like you're in the falls. Very impressive and worth seeing!
Amit Gaharwar
28 September 2015
Awesome in Autumn as well. Visit from north side via Neuhausen to walk down to the falls. Take boat tour 1 to central rock. Basel to Schaffhausen via BW ticket and the local train to Neuhausen.
Amit Gaharwar
5 July 2015
Awesome in the summers. Take a boat to the centre of the falls. Quite relaxing. From Basel take a BW ticket and reach Schaffhausen and then S-Bahn to Rheinfall station.
Dubi Levinbaum
8 August 2014
South bank of the river has free parking, but paid entrance (5 CHF). North side is free entrance, but paid parking. I liked the north bank better thanks to the boardwalk along the river.
Gabriele Guidoni
21 September 2020
Tip: There is also a nearby rail bridge that has a pedestrian path, crossing the Rhine and giving a nice “end of the river-start of the falls outlook.
Restless World Citizen
11 September 2016
Great touristic area - 50 min drive from Zurich.. Recommend to take Tour 5 - long tour 10 CHF per person but worth to pay.

Hótel nálægt

Sjá öll hótel Sjá allt
Best Western Plus Hotel Bahnhof

frá $277

arcona LIVING SCHAFFHAUSEN

frá $230

Riverside

frá $216

Sorell Hotel Ruden

frá $174

Hotel Landgasthof Hirschen

frá $110

Holiday Inn Express Singen

frá $136

Mælt er með markið nágrenninu

Sjá allt Sjá allt
Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Munot

The Munot is a circular 16th century fortification south of the Swiss

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Zurich Airport

Zurich Airport (Deutsch. Flughafen Zürich, Шаблон:Airport codes)

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Aachtopf

The Aachtopf is Germany's biggest natural spring, producing an average

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Kyburg (castle)

The palace of Kyburg is a mediaeval castle south of Winterthur. It

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Klingnau Castle

Klingnau Castle (German: Schloss Klingnau) is a castle in the

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Schauenberg

Schauenberg is a hill and ruined castle near Turbenthal, canton of

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Käferberg

Käferberg (el. 571 metres (1,873 ft)) and Waidberg (el. 601 metres (1,

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Zürich Zoologischer Garten

The Zürich Zoologischer Garten (Zürich Zoological Garden) is a zoo l

Svipaðir ferðamannastaðir

Sjá allt Sjá allt
Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Brandywine Falls Provincial Park

Brandywine Falls Provincial Park is a provincial park in British

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Blackwater Falls State Park

Blackwater Falls State Park is located in the Allegheny Mountains of

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Kent Falls State Park

Kent Falls, a state park in the town of Kent, Connecticut, is a series

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Valley Falls State Park

Valley Falls State Park is a 1,145 acre (4.63 km²) day use

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Rifle Falls State Park

Rifle Falls State Park is a Colorado State Park located in Garfield

Sjáðu alla svipaða staði