Rijksmuseum

Rijksmuseum er ríkissafn Hollands í Amsterdam. Það hefur að geyma talsvert af málverkum hollensku meistaranna, þar á meðal eftir Rembrandt, Jan Vermeer, Jan Steen og fleiri.

Saga

Safnið var stofnað árið 1800 í borginni Haag til að halda utan um málverkasafn landstjóranna í Hollandi. Á þessum tíma voru Frakkar við völd í landinu. 1808 ákvað Loðvík Bonaparte að flytja safnið til Amsterdam, þar sem hann sat sem konungur. Samtímis því voru málverk í eigu borgarinnar tekinn inn í safnið, til dæmis Næturvaktin eftir Rembrandt. Árið 1863 var haldin samkeppni um nýtt safnahús í borginni sem hýsa ætti málverkin. Framkvæmdir við nýtt hús hófust þó ekki fyrr en 1876 og var byggingin formlega vígð 13. júlí 1885. Safnið stendur við torgið Museumplein, en þar standa fleiri söfn, svo sem Van Gogh safnið og tónlistarhúsið (Concertgebouw). 1890 var byggingin stækkuð, en efniviðurinn var tekinn úr sögulegum byggingum sem voru rifin á svipuðum tíma. Síðustu lagfæringar og endurbætur fóru fram 2003.

Bókasafn

Í ríkissafninu er bókasafn, Rijksmuseum Research Library. Það er stærsta opinbera bókasafn um listasögu í Hollandi. Þar er að finna um 140 þúsund verk, 3.200 fagtímarit og ýmislegt annað. Í upphafi var bókasafnið í aðalbyggingunni, en við endurbæturnar 2003 var það flutt í annað hús.

Málverk

Málverkin í safninu eru aðallega frá gullaldartímabili Hollands, þ.e. 16. öldinni. Ýmsir meistarar þessa tíma eiga verk í safninu. Nokkur þekkt málverk:

Rembrandt

Rembrandt á alls 19 málverk í safninu. Þau helstu eru:

  • Næturvaktin
  • Gyðingabrúðurin
  • Sjálfsmynd frá 1629
  • María Trip
  • Liðssveit Frans Banning Cocq og Willems van Ruytenburch
  • Pétur postuli afneitar Jesú
  • Sjálfsmynd sem Páll postuli

Jan Vermeer

  • Kona með mjólkurkrús
  • Ástarbréfið
  • Kona að lesa bréf
  • Litla gatan

Jan Steen

  • Borgarstjórinn í Delft
  • Nikulásarhátíðin
  • Drukkna parið
  • Adolf og Catharina Croeser
  • Arent Oostwaard og eiginkona hans
  • Börn kenna ketti að dansa
  • Morgunsnyrtingin

Aðrir meistarar

Aðrir meistarar safnsins eru Cornelis van Haarlem, Melchior d‘Hondecoeter, Pieter de Hooch, Meindert Hobbema, Geertgen tot Sint Jans, Bartholomeus van der Helst, Gabriël Metsu, Dirck van Baburen, Jan Asselijn, Frans Hals, Jan Corneliszoon, Jakob van Ruysdael og Jan van Scorel.

Schiphol

Ríkissafnið er með lítil útibú á flugvellinum í Schiphol. Það var opnað 9. desember 2002 af Willem Alexander, krónprinsi í Hollandi. Sýning þessi er breytileg, þar sem sífellt er verið að skipta um málverk. Þar með er Schiphol flugvöllur sá fyrsti í heimi með útibú málverkasafns.

Heimildir

Fyrirmynd greinarinnar var „Rijksmuseum Amsterdam“ á hollensku útgáfu Wikipedia. Sótt 26. september 2011.

Skráð í eftirfarandi flokka:
Skrifa athugasemd
Ráð og ábendingar
Artyom Fedosov
29 July 2016
National gallery filled with masterpieces of dutch masters. If you've ever heard such names as Rembrandt, Vermeer, Van Gogh, Hals, Steen, de Hooch and Ruisdael, this museum is must see for you.
Patrick Keijer
16 February 2015
If you have the time to spend the whole afternoon, exploring and admiring Dutch Culture, Dutch (paint) Masters and sniffing some Dutch history from the 'golden century', grant yourself this chance!
Marci Hyatt
26 October 2015
Rembrandt's The Night Watch is an amazing painting to see in person. This museum allows people to take pictures of the art! Just no flash!
Jean-Paul Schaddé van Dooren
Enter the gardens for free (toilets for free inside too), but take your time to watch the great pieces of art inside. If you tend to visit more than 3 museums in a year: ask for a 'museumkaart'.
John Barnham
15 February 2015
Well how to sum this place up, it's a beautiful building which is full of beautiful artworks. You need to be here at 9am or you will have to queue, this place is rightly popular.
Tero Angeria
19 November 2017
The Nightwatch - obviously.. But there is so much more to see. Download the app to your phone, as the app has all the formal audio tours and you save money! I recommend minimum 2 hrs to visit..

Hótel nálægt

Sjá öll hótel Sjá allt
W Amsterdam

frá $480

Hotel Die Port van Cleve

frá $275

Hot Spot Fascinating Bed and Breakfast B2

frá $130

Best location Stunning Bed and Breakfast

frá $171

Spui B&B 2 Studio

frá $0

Spui B&B 1 studio

frá $210

Mælt er með markið nágrenninu

Sjá allt Sjá allt
Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
I Amsterdam Letters

I Amsterdam Letters er ferðamannastað, einn af Minnisvarða og mi

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Moco Museum

The Moco Museum (Modern Contemporary Museum Amsterdam) is an

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Van Gogh Museum

The Van Gogh Museum is a museum in Amsterdam, The Netherlands,

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
De Balie

De Balie is a theatre and a centre for politics, culture and media,

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Museumplein

The Museumplein (Шаблон:IPA-nl; English. Museum Square) is a publi

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Stedelijk Museum

The Stedelijk Museum Amsterdam (lit. City Museum Amsterdam) is a

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Stadsschouwburg (Amsterdam)

The Stadsschouwburg (Dutch - city theatre) of Amsterdam is the name

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Leidseplein

The Leidseplein is a square in central Amsterdam, Netherlands. Lying

Svipaðir ferðamannastaðir

Sjá allt Sjá allt
Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Museo Nacional de Arte

The Museo Nacional de Arte (MUNAL) (English. National Museum of Art)

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Philadelphia Museum of Art

The Philadelphia Museum of Art is among the largest art museums in the

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
The Cloisters

The Cloisters is the branch of the Metropolitan Museum of Art

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
James Simon Gallery

The James Simon Gallery will be a new, centrally located visitor

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Tokyo National Museum

The Tokyo National Museum (東京国立博物館, Tōkyō Kokuritsu Hakubutsukan),

Sjáðu alla svipaða staði