Pergamonsafnið

Pergamonsafnið (Pergamonmuseum) er bæði stærst og yngst safnanna miklu á Museumsinsel (safnaeyjunni) í miðborg Berlínar. Það var gagngert reist til að hýsa tröllaukna fornmuni sem þýskir fornleifafræðingar sendu heim eftir ýmsa uppgrefti í vesturhluta Asíu. Pergamonsafnið er á heimsminjaskrá UNESCO.

Heitið

Pergamon er heiti á fornri hafnarborg í Litlu-Asíu. Meðal þekktustu fornminja sem safnið átti að hýsa var hið tröllaukna Pergamonaltari. Við opnun safnsins árið 1930 skiptist það í þrjár álmur. Sú álma þar sem altarið var sett upp kallaðist Pergamonsafnið. En 1958 var byrjað að nota þetta heiti fyrir safnið í heild.

Saga safnsins

Um aldamótin 1900 og á árunum þar á eftir barst til Berlínar mikið af fornmunum sem þýskir fornleifafræðingar fundu og grófu upp í Austurlöndum. Þessa fornmuni var erfitt að setja upp sökum stærðar. Árið 1905 lagði því þýski lista- og safnafræðingurinn Wilhelm von Bode til að reist yrði safn fyrir þessa fornmuni á safnaeyjunni í Berlín. Safnið var óvenjulega lengi í byggingu, eða frá 1910-1930. Tafir urðu sökum nóvemberbyltingarinnar 1918 og verðbólgunnar miklu í Weimar-lýðveldinu. Árið 1930 var safnið loks tekið í notkun, þótt það hafi ekki verið alveg tilbúið. Þegar loftárásir hófust í heimstyrjöldinni síðari voru margir safngripir fluttir á öruggari staði. Pergamonsafnið skemmdist talsvert í stríðinu. Auk þess tóku sovéskir hermenn talsvert af munum úr safninu og fluttu þá til Moskvu og Leningrad (Sankti Pétursborg í dag). Árið 1958 var safnið gert upp og skiluðu Sovétmenn þá mörgum af þeim safngripum sem þeir höfðu tekið. Þó eru enn margir munanna í Rússlandi eða eru týndir. 1999 var safnaeyjan með söfnunum sett á heimsminjaskrá UNESCO.

Þekktir safngripir

Pergamonaltarið

Pergamonaltarið er þekktasti safngripur Pergamonsafnsins og er nafngefandi fyrir safnið. Það er jafnframt einn allra stærsti safngripur Þýskalands. Altarið eru rúmir 35 metrar á breidd og 33 metra hátt. Það var þýski verkfræðingurinn Carl Humann sem fann altarið í rústum hinnu fornu borgar Pergamon seint á 19. öld. Það var flutt til Berlínar og sett saman úr þúsundum lítilla stykkja. Ekkert safn rúmaði hins vegar þennan tröllaukna grip og var þetta ein ástæðanna fyrir því að Pergamonsafnið var yfirhöfuð reist. Reyndar er hér ekki um eiginlegt altari að ræða, heldur um Pantheon, það er opið hof með guðastyttum frá 2. öld f.Kr.

Markaðshliðið í Míletos

Míletos var forn grísk borg í Litlu-Asíu. Þýskir fornleifafræðingar fundu hliðið mikla í uppgreftri árið 1903 og fluttu það til Berlínar. Þar var það sett upp í Pergamonsafninu. Hliðið sjálft var reist á 2. öld f.Kr. Það er á tveimur hæðum og liggja þrjár leiðir í gegnum það. Það er 17 metra hátt og 29 metra breitt. Hins vegar skemmdist hliðið talsvert í loftárásum heimstyrjaldarinnar síðari. Sovétmenn sýndu því engan áhuga og því var það ekki flutt á brott. Árið 1954 var hliðið sett saman aftur eftir bestu getu en skemmdirnar eru augljósar. Hliðið er þó eftir sem áður hið glæsilegasta.

Istarhliðið

Istarhliðið var eitt af tveimur meginhliðum gömlu borgarmúra Babýlons til forna og var reist snemma á 6. öld f.Kr. af Nebúkadnesar konungi. Istar var himnagyðja Babýloníumanna. Hliðið var grafið upp af Þjóðverjanum Robert Koldeway árið 1899. Hliðið er 28 metrar breitt og 11 metra hátt. Það var skreytt með þúsundum af lituðum steinflísum. Þessar flísar voru fluttar til Berlínar, þar sem þær voru settar saman næstu árin. Þegar Pergamonsafnið var reist var jafnframt reist eftirmynd af Istarhliðinu þar og upprunalegu flísarnar festar á. Hliðið er stórglæsilegt á að líta. Borgarmúrar Babýlons ásamt hliðum þess voru eitt af sjö undrum veraldar (samkvæmt eldri listum).

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Heimildir

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Pergamon-Museum“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt desember 2009.
Skráð í eftirfarandi flokka:
Skrifa athugasemd
Ráð og ábendingar
Mohamed Elawadi
24 September 2016
Amazing place with magnificent pieces of art . Make sure to go there early to enjoy the English audio experience and take your time. They close at 6PM
Federica Parati
5 January 2016
The museum is absolutely amazing, with a good exposition of art pieces.
M K
8 July 2013
Eveyone should come and visit this museum to see islamic heritages!
Ulas Kandemir
15 December 2016
It's a pity that most of the Muslim countries don't keep their own heritage that precisely. Lots of masterpieces inside.
Charlotte
16 August 2016
Definitely worth a visit. But bring an audioguide
Mustafa Ertin
31 July 2016
Berlin'de gezip görülmesi gereken yerlerden bir tanesi.. Bu büyüklükte ve kalitede geleneksel halıyı Türkiye'de bile bulmak imkansız gibi..

Hótel nálægt

Sjá öll hótel Sjá allt
Park Inn by Radisson Berlin Alexanderplatz

frá $460

H4 Hotel Berlin Alexanderplatz

frá $308

Motel One Berlin-Hackescher Markt

frá $84

Lux 11 Berlin Mitte

frá $660

St. Christopher's Apartments Berlin

frá $95

St. Christopher's Hostel Berlin

frá $48

Mælt er með markið nágrenninu

Sjá allt Sjá allt
Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Pergamonsafnið

Pergamonsafnið (Pergamonmuseum) er bæði stærst og yngst safnanna mik

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Museum Island

Museum Island (Deutsch. Museumsinsel) in Berlin, Germany is the name

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
James Simon Gallery

The James Simon Gallery will be a new, centrally located visitor

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Alte Nationalgalerie

The Alte Nationalgalerie (Old National Gallery) in Berlin is a gallery

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Neues Museum

The Neues Museum (New Museum), located north of (behind) the Altes

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Egyptian Museum of Berlin

The Egyptian Museum of Berlin (Deutsch. Ägyptisches Museum und

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Bodesafnið

Bodesafnið er nyrst safnanna á safnaeyjunni (Museumsinsel) í mi

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Altes Museum

The Altes Museum (German for Old Museum), is one of several

Svipaðir ferðamannastaðir

Sjá allt Sjá allt
Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Zeugma Mosaic Museum

Zeugma Mosaic Museum, in the town of Gaziantep, Turkey, is the biggest

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Şanlıurfa Museum

Şanlıurfa Museum (Turkish: Şanlıurfa Müzesi) is an archaeological muse

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
EYE Film Institute Netherlands

EYE Film Institute Netherlands is a Dutch archive and museum in

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Şanlıurfa Archaeology and Mosaic Museum

Şanlıurfa Archaeology and Mosaic Museum is a museum in Şanlıurfa (al

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Charles H. Wright Museum of African American History

The Charles H. Wright Museum of African American History is located in

Sjáðu alla svipaða staði