Nieuwe Kerk (Delft)

Nieuwe Kerk (Nýja kirkja) er kirkja í borginni Delft í Hollandi. Hún er næsthæsta kirkja Hollands uppá 109 metra. Í grafhvelfingunni er helsti greftrunarstaður konungsættarinnar í Hollandi.

Saga

Nieuwe Kerk var stofnuð 1351 og reist úr viði. Hún var helguð Maríu mey og heilagri Úrsúlu. Kirkja þessi var seinni kirkja miðborgarinnar. Fyrir var Oude Kerk (Gamla kirkja) og hlaut nýja kirkjan því heitið Nieuwe Kerk (Nýja kirkja). 1396 var byrjað að reisa þverskip fyrir framan viðarkirkjuna. Jafnskjótt og það var fullreist var viðarkirkjan rifin og fjarlægð. Kirkjusmíðinni var haldið áfram með langskipi og kór, en verkinu lauk 1496 með turninum mikla og hafði kirkjan þá verið í byggingu í nákvæmlega 100 ár. Turninn var lægri þá en hann er nú. 3. maí 1536 sló eldingu niður í turninum og olli því að kirkjan brann. Eldurinn læsti sig í nærliggjandi byggingar og fyrr en varði var hann óviðráðanlegur. Þann dag brunnu 2.300 hús, tveir þriðju allra húsa í borginni, og olli gífurlegri eyðileggingu. Eftir lagfæringar næstu árin skullu siðaskiptin á. 1566 ruddist múgur siðaskiptamanna inn í kirkjuna og eyðilagði kaþólskar helgimyndir og listaverk. 1572 voru kaþólikkar endanlega reknir úr kirkjunni, sem við það varð eign reformeruðu kirkjunnar. Tólf árum síðar var Vilhjálmur af Óraníu, leiðtogi uppreisnarinnar gegn Spánverjum, myrtur á heimili sínu í Delft. Hann var lagður í steinkistu í Nieuwe Kerk. Gríðarmikið grafhýsi var reist inni í kirkjunni og var kistu hans komið þar fyrir. Eftir það hlutu 45 aðrir meðlimir Óraníuættarinnar hinsta hvíldarstað í kirkjunni. Kirkjan skemmdist enn töluvert þegar púðursprengingin mikla átti sér stað 1654. Við höggbylgjuna brotnuðu allir gluggar hennar, sem flestir voru listaverk. Nýju gluggarnir voru einfaldir og einlita. 1872 laust enn niður eldingu í turninum og brann hann niður. Þegar hann var endurreistur hlaut hann núverandi hæð, 109 metrar. Þar með er kirkjan næsthæsta kirkja Hollands. Aðeins dómkirkjan í Utrecht er hærri (112 metrar). Turninn er með 36 bjöllur og voru flestar gerðar 1660. Núverandi litagluggar voru settir í kirkjuna 1927-36.

Grafir

Vilhjálmur af Óraníu var fyrsti einstaklingur sem lagður var til hinstu hvílu í kirkjunni. Hann var myrtur 1584 og lagður í steinkistu í kirkjunni 3. ágúst. Síðan þá hafa á fimmta tug ættmenna hans, þ.e. hollenska konungsættin, verið lagðir í grafhvelfingu kirkjunnar. Nöfn sem eru feitletruð eru þjóðhöfðingjar (landstjórar, konungar, drottningar). Það athugist að ekki hvíla allir þjóðhöfðingjar Hollands í kirkjunni.

Röð Nafn Ath. Greftrun
1 Vilhjálmur af Óraníu Landstjóri Hollands 3. ágúst 1584
2 Louise de Coligny Fjórða eiginkona Vilhjálms 24. maí 1621
3 Lúðvík frá Bæheimi Sonur kjörfurstans Friðriks V Dags. óþekkt, lést 1623
4 Márits af Nassau Landstjóri Hollands 26. september 1625
5 Henriette Amalia Dóttir Friðriks Hinriks Dags. óþekkt, lést 1628
6 Elísabet Dóttir Friðriks Hinriks 18. ágúst 1630
7 Hinrik Lúðvík Sonur Friðriks Hinriks Dags. óþekkt, lést 1639
8 Ísabella Karlotta Dóttir Friðriks Hinriks Dags. óþekkt, lést 1642
9 Friðrik Hinrik Landstjóri Hollands 10. maí 1647
10 Katarína Belgica Dóttir Vilhjálms af Óraníu 5. maí 1648
11 Amalía Eiginkona Friðriks Hinriks 21. desember 1675
12 Vilhjálmur II Landstjóri Hollands 8. mars 1651
13 Andvana fædd dóttir Vilhjálms IV 22. desember 1736
14 Vilhjálmur IV Landstjóri í Hollandi 4. febrúar 1752
15 Anna frá Hannover Eiginkona Vilhjálms IV 23. febrúar 1759
16 Georg Sonur Karls Kristjáns af Nassau 1. júlí 1762
17 Andvana fædd dóttir Karls Kristjáns 24. október 1767
18 Ótilgreindur Sonur Vilhjálms V 28. mars 1769
19 Vilhjálmur Georg Friðrik Sonur Vilhjálms V 3. júlí 1896
20 Vilhelmína Friðrikka Pálína Dóttir Vilhjálms I konungs 7. apríl 1911
21 Vilhjálmur V Landstjóri í Hollandi 29. apríl 1958
22 Friðrikka Lúísa Vilhelmína Dóttir Vilhjálms V 28. október 1819
23 Friðrikka Soffía Vilhelmína frá Prússlandi Eiginkona Vilhjálms V 27. nóvember 1822
24 Ernst Casimir Sonur Vilhjálms II konungs 11. maí 1860
25 Vilhjálmur Friðrik Karl Sonur Friðriks Vilhjálms Karls 5. nóvember 1834
26 Friðrikka Lúísa Vilhelmína frá Prússlandi Eiginkona Vilhjálms I konungs 26. október 1837
27 Vilhjálmur I Konungur Hollands 2. janúar 1844
28 Friðrik Sonur Friðriks Vilhjálms Karls 28. janúar 1846
29 Alexander Sonur Vilhjálms II konungs 21. apríl 1848
30 Vilhjálmur II Konungur Hollands 4. apríl 1849
31 Vilhjálmur Friðrik Sonur Vilhjálms III konungs 10. júní 1850
32 Anna Paulowna Eiginkona Vilhjálms III konungs 17. mars 1865
33 Lúísa Ágústa frá Prússlandi Eiginkona Friðriks Vilhjálms Karls 21. desember 1870
34 Amalía Eiginkona Hinriks prins 17. maí 1872
35 Soffía frá Württemberg Eiginkona Vilhjálms III konungs 20. júní 1877
36 Hinrik Sonur Vilhjálms II konungs 25. janúar 1879
37 Vilhjálmur Nikulás Sonur Vilhjálms III konungs 26. júní 1879
38 Vilhjálmur Friðrik Karl Sonur Vilhjálms I konungs 23. september 1881
39 Vilhjálmur Alexander Sonur Vilhjálms III konungs 17. júlí 1884
40 Vilhjálmur III Konungur Hollands 4. desember 1890
41 Emma frá Waldeck-Pyrmont Eiginkona Vilhjálms III konungs 27. mars 1934
42 Hinrik frá Mecklenburg-Schwerin Eiginmaður Vilhelmínu drottningar 11. júlí 1934
43 Vilhelmína Drottning Hollands 8. desember 1962
44 Claus frá Amsberg Eiginmaður Beatrix drottningar 15. október 2002
45 Júlíana Drottning Hollands 30. mars 2004
46 Bernhard zur Lippe-Biesterfeld Eiginmaður Júlíönu drottningar 11. desember 2004

Heimildir

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Nieuwe Kerk (Delft)“ á hollensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. september 2011.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Grafkelder van Oranje-Nassau“ á hollensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. september 2011.
Skráð í eftirfarandi flokka:
Skrifa athugasemd
Ráð og ábendingar
Scott Gillis
27 July 2014
You must see the history in this church - the new one - built in the 1400's. William of Orange, father of The Netherlands, is buried here. Learn the history of the Netherlands in the exhibits here.
Britt Van Lettow
6 July 2017
This church is where the royal family is buried. On a clear day it's great to climb the tower and have a stunning view over Delft. If you're lucky you can see The Hague and maybe even further.
Sanja
12 January 2017
After around half of tower height you will see a mechanism for a big tower clock, but after all 376 (!) stairs, you will get a great sight on Delft! There is terrace all around the church! Amazing!
Thomas Craenen
15 January 2016
Must visit when in Delft. Tombs of the Dutch royal family are located here. The entrance fee also entitles you to visit the Oude Kerk and to pick up a free cup of coffee.
Simone P.
20 March 2019
Huge beautiful church with lots of history and amazing view if you go up in the tower!
Oleg S.
14 June 2019
Билет 8,5€ включает новую и старую церковь и обзорку на колокольне (вторая по высоте после Утрехта) с брошюрой на русском и флаером на кофе. Рекомендую.
8.6/10
22,261 fólk hefur verið hér

Hótel nálægt

Sjá öll hótel Sjá allt
Luxurious Loft Apartment

frá $125

Best Western Museumhotels Delft

frá $109

Hotel Grand Canal

frá $58

Hotel Johannes Vermeer Delft

frá $114

Casa Julia

frá $155

Hotel de Plataan Delft Centrum

frá $151

Mælt er með markið nágrenninu

Sjá allt Sjá allt
Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Oude Kerk (Delft)

The Oude Kerk (Old Church), nicknamed Oude Jan ('Old John'), is a

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Prinsenhof

The Prinsenhof ('The Court of the Prince') in Delft in The Netherlands

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Needle of Rijswijk

The Needle of Rijswijk (Nederlands. Naald van Rijswijk) is an obelisk

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Chinatown, The Hague

The Hague's Chinatown is located in the city centre, on the

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Royal Conservatory of The Hague

The Royal Conservatory of The Hague (in Dutch: Koninklijk

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Ridderzaal

The Ridderzaal (Knights' Hall) is the main building at the Binnenhof

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Binnenhof

Binnenhof er heiti á kastalaklasa í borginni Haag í Hollandi og er að

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Mauritshuis

Mauritshuis er lítill kastali í borginni Haag í Hollandi, nefndur ef

Svipaðir ferðamannastaðir

Sjá allt Sjá allt
Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Yfirbótakirkja heilögu fjölskyldunnar

Yfirbótakirkja heilögu fjölskyldunnar (katalónska: Temple Exp

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Sanctuary of Fátima

The Sanctuary of Fátima (Portuguese: Santuário de Fátima), also kn

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Bom Jesus do Monte

Bom Jesus do Monte is a Portuguese sanctuary in the surroundings of

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Crystal Cathedral

The Crystal Cathedral is a Protestant Christian megachurch in the city

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Frelsarakirkjan

Frelsarakirkjan (danska: Vor Frelsers Kirke) er barokkkirkja í

Sjáðu alla svipaða staði