Cavern Club

Cavern Club er tónlistarklúbbur og bar í Mathew Street í ensku borginni Liverpool. Klúbburinn var stofnaður 1957 og varð frægur fyrir að vera vettvangur Bítlanna frá 1961.

Saga klúbbsins

Skiffle-tónlist

Cavern Club opnaði 16. janúar 1957 af Alan Sytner, sem varð fyrir hughrifum af skiffle-klúbbum í París. Staðsetningin var neðanjarðar, en holan var upphaflega gerð sem loftvarnarbyrgi á stríðsárunum. Þegar klúbburinn opnaði hófu skiffle-hljómsveitir (nokkurs konar bland af djass, popp og blús) að venja komur sínar þangað til að spila fyrir gesti. Ein hljómsveitanna var The Quarrymen sem John Lennon hafði stofnað. The Quarrymen spiluðu í Cavern Club í fyrsta sinn 7. ágúst 1957. Eftir eitt skiffle-lag ákvað Lennon að spila lagið Don‘t Be Cruel eftir Elvis Presley, sem var allt öðruvísi tónlist, rokk. Eftir lagið labbaði Alan Sytner upp til Lennons og sagði honum að hætta öllu rokki og róli. The Quarrymen spiluðu ekki í klúbbnum aftur fyrr en 24. janúar 1958 og þá var Paul McCartney genginn til liðs við hljómsveitina.

Rokk og ról

Ray McFall keypti Cavern Club 1959 þegar Sytner flutti til London. Hann hóf fljótlega að umbreyta staðnum þannig að hljómsveitir fengu að spila rokk og ról. Klúbburinn var ákaflega vinsæll meðal þeirra hljómsveita sem léku hið magnaða Merseybeat sem þróaðist í Liverpool á þessum árum. Fyrsta hljómsveitin sem rokkaði á staðnum var Rory Storm and the Hurricanes 25. maí 1960, en trommuleikari hennar var Ringo Starr. Mýmargar hljómsveitir komu fram, bæði á kvöldin og um hádegisbilið. Það var um hádegið 9. febrúar 1961 að Bítlarnir komu fyrst fram í klúbbnum. Hljómsveitina skipuðu þá John Lennon, Paul McCartney, George Harrison og Pete Best, og þénuðu þeir 3 pund og 17 skildinga fyrir vikið. Bítlarnir spiluðu alls 292 sinnum í klúbbnum næstu þrjú árin og urðu gríðarlega vinsælir. Að sama skapi varð klúbburinn einn frægasti tónlistarklúbbur Englands. Athafnamaðurinn Brian Epstein heyrði um Bítlana og ákvað að sjá með eigin augum. Hann mætti á tónleika í Cavern Club 3. ágúst 1961 til að heyra Bítlana spila, og var strax stórhrifinn. Í kjölfarið varð Epstein umboðsmaður þeirra. Í ágúst 1962 var Pete Best rekinn úr hljómsveitinni og Ringo Starr ráðinn í staðinn. Þetta hneykslaði marga aðdáendur Bítlanna og einn þeirra skallaði George Harrison í andlitið á tónleikum í klúbbnum þannig að hann fékk ljótt glóðurauga. Síðustu tónleikar Bítlanna í Cavern Club voru 3. ágúst 1963. Epstein lofaði að Bítlarnir myndu snúa aftur og spila í klúbbnum, en það gerðist aldrei. Á þessum tíma var Bítlaæðið gengið í garð. Aðrar hljómsveitir tóku við að spila í Cavern Club. Í fyrstu voru það The Hollies, en aðrar fylgdu í kjölfarið sem síðar öðluðust heimsfrægð, s.s. The Yardbirds, The Kinks, Elton John, The Who og The Rolling Stones. Þegar þessar hljómsveitir urðu frægar og hófu að spila annars staðar, minnkaði aðsóknin að Cavern Club. Hann varð að lokum gjaldþrota 1965 og skipti nokkru sinni um eigendur til 1973 er honum var lokað fyrir fullt og allt. Síðasta hljómsveitin sem þar tróð upp var Focus frá Hollandi. Cavern Club var rifið niður vegna lagningu nýrrar neðanjarðarlestar um miðborg Liverpool. Ofanjarðar er bílastæði í dag.

Cavern Club í dag

1984 var Cavern Club stofnað á ný. Þar sem gamla staðsetningin var ekki aðgengileg var nýi staðurinn reistur gegnt þeim gamla í Mathew Street. Hins vegar fékk húsnúmerið að halda sér, nr. 10. Klúbburinn er einnig neðanjarðar og þarf að ganga niður tröppur til að komast inn. Innviðið allt er mjög líkt og gamli staðurinn, en þó ekki að öllu leyti. Sagt er að 15 þús múrsteinar gamla staðarins hafi verið notaðir fyrir nýja staðinn. Það var Tommy Smith, leikmaður knattspyrnufélagsins Liverpool, sem opnaði staðinn. En efnahagskreppan í borginni var hörð og fór klúbburinn á hausinn 1989. Eftir 18 mánaða lokun var Cavern Club opnaður aftur af Bill Heckle og Dave Jones, sem reka hann enn í dag. Þar er bar og þar er spiluð tónlist á daginn og langt fram á næturna. Ferðamenn flykkjast þangað í stórum stíl til að sjá hvar Bítlarnir spiluðu upphaflega, jafnvel þó að klúbburinn sé á nýjum stað. Tónlistin sem þar er spiluð er frá sjöunda, áttunda, níunda og tíunda áratugnum (eða nýrri) til skiptis. Þar koma gjarnan fram hljómsveitir sem stæla Bítlana. 14. desember 1999 hélt Paul McCartney tónleika í klúbbnum, en það voru síðustu tónleikar hans á 20. öldinni.

Annað til minningar

  • Í sýningarglugga eru upphaflegu hljóðfæri Bítlanna til sýnis. Trommur Ringos, bassi Pauls og gítarar Johns og Georges.
  • Á götunni fyrir ofan, gegnt innganginum að Cavern Club, er frægðarveggur þekktra hljómsveita og tónlistarmanna. Veggurinn er gerður úr múrsteinum og á þeim eru nöfn hljómsveita eða tónlistarmanna ristuð. Frægðarveggurinn var afhjúpaður 16. janúar 1997, á 40 ára afmæli upphaflega klúbbsins.
  • 1997, þegar frægðarveggurinn var afhjúpaður, var stytta af John Lennon afhjúpuð. Styttan er úr málmi og hallar ‚Lennon‘ sér þar upp að veggnum.

Heimildir

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Cavern Club“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 26. janúar 2013.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „The Beatles at the Cavern Club“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 26. janúar 2013.

Linkar

Skrifa athugasemd
Ráð og ábendingar
Majka
12 August 2014
No visit to Liverpool would be complete without checking out the famous Cavern Club! Lots to see and soak up the sheer music importance of this Mecca of rock and roll.
Darrell Reeder
9 October 2014
The music and the company! It's an institution and definitely one of the most famous clubs in the world! The original home of the world famous Beatles!
Banu Dnzr
24 May 2017
Try the Cavern Ale as u sing along live Beatles covers. There's a nice collection of guitars along the walls.
Curt Sallinger
2 February 2019
How awesome to be able to see a show in the same club where The Beatles got their start. Good music, good grub, and friendly bartenders. A gem!
Louise S
19 September 2016
Had a lot of fun here. Great atmosphere. It was a specially organised event in the lounge for us at a conference. The group knew how to engage us all, get us up on stage and get us all singing along.
Tim Alonso
28 June 2015
Beautiful atmosphere! So much history and all day live music. You could easily spend hours enjoying the music, beer and good company.
8.8/10
Fox Amoore og 529,124 fleiri hafa verið hér
Kortið
Fruit Exchange, Victoria St, Liverpool L2 6RB, UK Fá leiðbeiningar
Mon-Wed-Sun 10:00 AM–Midnight
Thu 10:00 AM–1:30 AM
Fri-Sat 10:00 AM–2:00 AM

The Cavern Club um Foursquare

Cavern Club um Facebook

Hótel nálægt

Sjá öll hótel Sjá allt
Westminster Chambers Liverpool City Centre

frá $0

Liverpool Marriott Hotel City Centre

frá $233

The Shankly Hotel

frá $153

The Liner Hotel

frá $111

Holiday Inn Liverpool City Centre

frá $193

Lord Nelson Hotel

frá $72

Mælt er með markið nágrenninu

Sjá allt Sjá allt
Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Cavern Pub

Opened in August 1994, the Cavern Pub is opposite the Cavern Club and

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Bluecoat Chambers

The Bluecoat is an arts centre in School Lane, Liverpool, Merseyside,

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
St. John's Beacon

St. John's Beacon, often referred to by locals as the St John's Tower

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Superlambanana

Superlambanana is a bright yellow sculpture located in Liverpool,

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
World Museum Liverpool

World Museum Liverpool is a large museum in Liverpool, England which

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Steble Fountain

The Steble fountain, in William Brown Street, Liverpool, England, is a

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
International Slavery Museum

The International Slavery Museum in Liverpool is part of the National

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Wellington's Column

Wellington's Column or the Waterloo Memorial is a monument on the

Svipaðir ferðamannastaðir

Sjá allt Sjá allt
Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Vortex Jazz Club

The Vortex Jazz Club is a London venue that primarily features live

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Bethesda Terrace

Bethesda Terrace overlooks The Lake in New York City's Central Park.

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Condor Club

The Condor Night Club is a striptease bar or topless bar in the North

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Frelsisstyttan

Frelsisstyttan (enska: opinberlega Liberty Enlightening the World,

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Monument to the Independence of Brazil

The Monument to the Independence of Brazil (Portuguese: Monumento à

Sjáðu alla svipaða staði