Apavatn

Apavatn er eitt af stærstu stöðuvötnum landsins, um 14 km² að flatarmáli sunnan Laugarvatns. Nafnið er talið koma af orðinu ap sem merki leðju eða leir. Apavatn er 59 m. yfir sjó. Vatnið er allt grunnt og mesta dýpi 3 m. Mesta lengd 6.8 km. Nokkrar smáár renna í vatnið frá hæðunum í kring. Að sunnan kemur Stangalækur. Suð vestan í vatnið rennur Apá og norðan Grafará, og er hún vatnsmest. Hagaós er eina fránrennslið úr vatninu og rennur í Brúará.

Bændur stunda netaveiði í vatninu allt árið en vatnið er ekki gjöfult stangveiðivatn. Helst veiðist þar bleikja sem er sitt hvoru megin við pundið. Svolítið er um urriða, en þeir eru mun vænni, allt að 10 pund og kýla sig út af hornsílum sem ógrynni er af í vatninu. Lax á greiðan aðgang að vatninu um Hagaós, en hann er sjaldséður. Sumarbústaðabyggð hefur verið vaxandi við vatnið á undanförnum árum.

Í heiðni var Apavatn frægast vatna á landi hér. Bar það til að Sighvatur Þórðarson er sagður hafa fengið skáldíþrótt sína úr fiskhöfði af fiski sem hann veiddi í vatninu. Eigi hefur orðið vart við þess lags fiska á þeim slóðum síðan. Vatnið er þekkt úr Sturlungu, þegar Sturla Sighvatsson sveik Gissur Þorvaldsson í Apavatnsför árið 1238. Sturla fór suður með 300 menn og bað Gissur að finna sig við Apavatn. Gissur kom með 40 menn, Gissur og Sturla gengu saman í bróðerni með vatninu. Sturla bað 2 menn að gæta Gissurar og skipar svo mönnum hans að leggja niður vopnin. Þá spyr Gissur Sturlu, hví hann láti leggja hendur á hann. Sturla bað hann ekki efast um að hann ætlaði sér meiri hlut en öðrum mönnum á Íslandi. Lét hann þá Gissur vinna sér trúnaðarreið og sverja að fara utan.

Þóttist Gissur finna að Sturla mundi hafa komið til hugar að stytta honum aldur og hyggur á að koma hefndum fram á Sturlu. Gissur lét til skarar skríða og dró að sér lið af Suðurlandi og bandamaður hans Kolbeinn ungi úr Skagafirði og Húnavatnssýslu. Sturla dró sér lið af Vesturlandi og Sighvatur faðir hans úr Eyjarfirði og Þingeyjarsýslu. Flokkarnir mætast á Örlygsstöðum, rétt fyrir sunnan Miklabæ. Gissur og Kolbeinn höfðu 1300 menn en feðgarnir mun færri. Ráðist var nú grimmlega á lið feðganna í hinum fræga Örlygsstaðabardaga, feðgarnir voru hálfvopnlausir, alls létust á Örlygsstöðum nær 60 manns og þar af voru ekki nema 7 úr liði Kolbeins og Gissurar.

Heimildir

Skráð í eftirfarandi flokka:
Skrifa athugasemd
Ráð og ábendingar
Það eru engar ráð né vísbendingar um Apavatn enn. Kannski að þú verðir sá fyrsti sem birtir gagnlegar upplýsingar fyrir samferðamenn?:)

Hótel nálægt

Sjá öll hótel Sjá allt
Grimsborgir - Your Holiday Home in Iceland

frá $454

Golden Circle Apartments

frá $145

Icelandair Hotel Fludir

frá $0

Icelandair Hotel Fludir

frá $194

Hotel Edda ML Laugarvatn

frá $118

Minniborgir Cottages

frá $103

Mælt er með markið nágrenninu

Sjá allt Sjá allt
Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Laugarvatn

Laugarvatn er stöðuvatn í Laugardal í Bláskógabyggð, en við vatnið

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Faxi (foss)

Faxi (eða Vatnsleysufoss) er foss í lindánni Tungufljóti í Bisk

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Kerið

Kerið er gíghóll í Grímsnesi. Það er 270 m langt og um 170 m breitt

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Secret Lagoon Flúðir

Paghimo ni bot Lsjbot.

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Þingvallavatn

Þingvallavatn er stærsta náttúrulega stöðuvatn Íslands og er 83,7 k

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Strokkur (hver)

Strokkur er goshver í Haukadal. Strokkur er næst stærsti goshver á Gey

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Silfra

Located in the Þingvallavatn Lake in the Þingvellir National Park in I

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Geysir

Geysir í Haukadal er goshver sem nú til dags lætur lítið á sér kræla.

Svipaðir ferðamannastaðir

Sjá allt Sjá allt
Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Jökulsárlón

Jökulsárlón er lón við rætur Breiðamerkurjökuls. Jökulsá á Breiðamerk

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Lake Pukaki

Lake Pukaki is the largest of three roughly parallel alpine lakes

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Minnewater

Minnewater or Love Lake is a lake in the center of Bruges, Belgium

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Meiktila Lake

Lake Meiktila (Burmese: မိတ္ထီလာကန် ]) is a lake located near Meiktila

Bæta á óskalista
Ég hef verið hér
Heimsótt
Dique do Tororó

O Dique do Tororó é o único manancial natural da cidade de Sa

Sjáðu alla svipaða staði